Vertu velkomin(n) á heimasíðu hljóðbókaútgáfunnar
Gaman að lifa.

Haustið 2008 stofnuðu þær Bryndís Víglundsdóttir, kennari og Elín Sigurgeirsdóttir, tannlæknir hljóðbókaútgáfuna Gaman að lifa.

Markmiðið með útgáfu hljóðbókanna er fyrst og fremst að bjóða gott hlustunarefni, fjölskylduvænar sögur. Ekki hafa allir mikið næði til að setjast með bók til að lesa og gæti verið ánægjulegt að setja disk í spilarann hvort sem er heima eða í bílnum og hlusta á sögu.

Hljóðbókaútgáfan Gaman að lifa áformar að gefa út vandaðar hljóðbækur fyrir börn, unglinga og fullorðna. Markmiðið er að bjóða bækur sem fjölskyldan getur haft gaman af að hlusta á saman.

Bækurnar eru ýmist á hefðbundnum diskum eða mp3 diskum. Mp3 diska má spila í DVD spilurum, mp3 spilurum og tölvum.
Gaman að lifa sf Brekkugerði 32 108 Reykjavík